Recall

IS – INNKÖLLUN VEGNA VÖRUÖRYGGIS: Vatnslitir, 12 stk.

On 18 February, 2025.

Søstrene Grene innkallar hér með: vatnsliti, 12 stk.

Innköllunin á við um eina lotu af vörunni sem hefur verið seld frá 29. maí 2024 til 13. febrúar 2025. Aukið magn af blýi hefur fundist í hvíta litnum sem fer yfir sett viðmiðunarmörk, sem hefur í för með sér heilsufarsáhættu við snertingu við húð eða við inntöku.

Þess vegna er Søstrene Grene að innkalla vöruna úr þessari tilteknu lotu. Lotunúmerið má finna við hlið verðsins á umbúðunum (230866).

Allir sem hafa keypt vatnslitina geta því fengið þá endurgreidda að fullu eða fengið þeim skipt fyrir vöru að sama virði með því að skila henni í verslun Søstrene Grene fyrir 1. maí 2025. Ekki þarf að framvísa kvittun. Þetta á einnig við þótt vöruumbúðir hafi verið fjarlægðar og lotunúmerið því ekki lengur sýnilegt.

Søstrene Grene biðst velvirðingar á óþægindunum og vinnur hörðum höndum að því að tryggja að viðskiptavinir njóti öryggis í viðskiptum sínum við Søstrene Grene.

DOWNLOAD PDF

Ef spurningar vakna varðandi þessa innköllun skal hafa samband við: contact@sostrenegrene.com